UPPDRÁTTUR ÞRÓRS DVERGAKONUNGS AF FJALLINU EINA ÁSAMT STAÐSETNINGU LEYNIDYRA
Í opnunni hér á eftir er sýndur uppdráttur Þrórs Dvergakonungs af Fjallinu eina með tilvísun um leynidyrnar og hvernig eigi að opna þær. Þetta er frumteikning Tolkiens og er ætlast til að hún sé birt í upprunalegri mynd. En hér fylgja nokkrar skýringar með henni.
Áttirnar: Á landabréfum dverga var Austur upp, Norður til vinstri o.s.frv. Járnhólar þar sem Dáinn ríkti voru í austri, Gráufjöll með Visnuheiðum, land drekanna, í norðri, Myrkviður hinn mikli með kóngulónum í vestri en Mannaborgin Ásgerði (Vatnaborg) í Langavatni í suðri.
Kennimerki. Fjallið eina (The Lonely Mountain) er efst til vinstri, þar sem Þráinn var forðum Konungur undir Fjalli. Úr suðurhlíð Fjallsins kemur upp Hlaupá (Running River), fer í sveig um Dal þar sem Gíríon áður ríkti, þangað til hún rennur út um hliðið (ósinn) í Langavatn. Í horninu hægra megin sér í Skógá þar sem Álfakonungurinn ríkir.
Leynitextinn er í fornum rúnum, ritstíl sem notaður var til að skera eða grafa letur í við eða bein eða önnur hörð efni. Því eru þær í beinum strikum. Stafrófið er ólíkt því sem síðar tíðkaðist. Hér eru áletranirnar á ensku.
Staðsetning leynidyranna. Við sjáum rúnamerki í vikinu undir fjallinu, það er stafurinn D og táknar Dyrnar. Fingurinn á hendinni á spaltanum til vinstri bendir líka á þann stað. Og hjá hendinni er þessi áletrun
Á ensku: „Five feet high the door and three may walk abreast. Þ.Þ“
Eða: „Fimm feta háar dyr og þrír mega ganga hlið við hlið. Þ.Þ.“
Síðustu tveir stafirnir eru fangamörk Þrórs og Þráins.
Leiðbeining um opnun leynidyranna. Á neðri hluta Smeyginsauðna er svo lengri texti í mánaletri sem „er í rauninni venjulegar rúnir, en sá er munurinn að það er ósýnilegt, þó horft sé beint á það. Það sést aðeins ef tunglið er látið skína í gegnum það, en það verður að vera samskonar tungl, af sömu lögun og á sömu árstíð og daginn sem það var ritað. Dvergarnir fundu þessa skrift upp og rituðu hana með silfurpennum.“ Af algerri tilviljun uppgötvaði Elrond í Rofadal letrið, því að hann horfði í gegnum það undir tunglið á Jónsmessunótt. Þar stendur:
Á ensku: „Stand by the grey stone when the thrush knocks and the setting sun with the last light of Durin’s Day will shine upon the key-hole.“
Eða: „Standið við gráa steinhelluna þegar þrösturinn knýr dyra og hnígandi sól í hinsta ljósi Durinsdags mun skína á skráargatið.“
Kortið má nálgast í stærri útgáfu hér.